Efni til birtingar

Markmið Mannamáls er að miðla fræðilegu efni um íslensku og önnur tungumál „á mannamáli“. Mannamál er jafnframt vettvangur fyrir mismunandi sjónarmið um mál og málfar,  útgáfufregnir, viðtöl og umfjallanir um ýmis málefni þar sem mannlegt mál kemur við sögu. Höfundar efnis koma úr ýmsum áttum.  

Öllum sem fást við tungumál á einhvern hátt, hvort heldur er í starfi eða námi, er velkomið að senda efni til birtingar. Ritstjórn fer yfir efnið og finnur því stað innan efnisflokka vefritsins í samráði við höfund eða höfunda, gerir tillögur um lagfæringar eftir atvikum, samræmir frágang texta og myndefnis o.s.frv.  

Heppileg textalengd er almennt 800-1100 orð en sum viðfangsefni kalla á svolítið lengri umfjöllun og annað getur sem best verið styttra. Reynt er að hafa framsetningu efnisins sem aðgengilegasta. Ekki eru hafðar heimildatilvísanir inni í sjálfum textanum en gjarna má hafa heimildaskrá aftast.  

Efni má senda til okkar í ritstjórn Mannamáls, eins eða fleiri. Við erum Ari Páll Kristinsson, Atli Jasonarson, Branislav Bédi, Helga Hilmisdóttir, Steinþór Steingrímsson

Mannamál er gefið út á vegum íslenskusviðs Árnastofnunar. Vefritið fór í loftið 12. desember 2024.  

Útgáfunúmer Mannamáls er ISSN 3023-056X. 

Allt ritað efni á Mannamáli er gefið út með CC BY 4.0-leyfi. 

Scroll to Top