Á Mannamáli er fjallað um mannamál á mannamáli
Hvað og fyrir hvern?
Markmiðið með Mannamáli er að gera fræðilegt efni um íslensku og önnur mannleg mál aðgengilegt, þ.e. að miðla störfum fræðafólks á mannamáli, af því það nennir enginn að lesa langar, þurrar, þunglamalegar og stirðar fræðigreinar, er það nokkuð?
Mannamál er gefið út á vegum íslenskusviðs Árnastofnunar en höfundar efnis koma úr ýmsum áttum. Allir eiga það sameiginlegt að vinna störf þar sem tungumálið er í brennidepli, til dæmis við málfræðirannsóknir, tungumálakennslu, máltækni og stefnumótun sem varðar íslensku.
Ritstjórn
Í ritstjórn Mannamáls eru:
- Ari Páll Kristinsson
- Atli Jasonarson
- Branislav Bédi
- Helga Hilmisdóttir
- Steinþór Steingrímsson